Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 29. janúar 2014 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vikublaðið Akureyri 
Vísbendingar um að leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmenn Þórs á Akureyri eru undir rannsókn af félaginu þessa stundina eftir að vísbendingar bárust um að leikmenn liðsins hafi veðjað á leik liðsins gegn Dalvík/Reyni á dögunum. Vikublaðið Akureyri greinir frá þessu í kvöld.

Þór sigraði Dalvík/Reyni með sjö mörkum gegn engu í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en vísbendingar bárust um að leikmenn liðsins hafi veðjað á sigur liðsins á erlendri síðu.

Leikmennirnir áttu þá að hafa lagt pening á sigur liðsins og þá aukalega lagt meiri pening á ef sigurinn myndi vinnast með meira en þremur mörkum. Hermt er þá eftir að þeir sem lögðu hvað mest undir hafi grætt um það bil 150 þúsund krónur á úrslitunum.

Veðmál knattspyrnumanna á Íslandi eru almennt bönnuð. Pétur Heiðar Kristjánsson, þjálfari Dalvíkinga var í viðtali við Vikublaðið en hann fordæmir slíka hegðun þó svo leikmennirnir hafi ekki veðjað gegn sjálfum sér.

Þá er hermt eftir að Breiðablik láti leikmenn sína skrifa undir samninga þar sem þeir heita því að veðja ekki á leiki sem tengjast félaginu.

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, segist þá ekki hafa fengið staðfest að einhverjir leikmenn liðsins hafi veðjað á eigin leik en að brugðist verði við vísbendingunum. Hann vildi ítreka í viðtali við Vikublaðið að slík framkoma væri ekki einungis siðlaus heldur ólögleg.

,,Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gagn leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl," sagði Páll Viðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner