banner
   fim 29. janúar 2015 16:48
Magnús Már Einarsson
Costa ætlar að áfrýja - Með gegn Manchester City?
Costa fagnar marki.
Costa fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Chelsea, ætlar að áfrýja ákæru enska knattspyrnusambandsins. Costa var ákærður fyrir að traðka á Emre Can leikmanni Liverpool í leik liðanna í fyrrakvöld.

Costa á yfir höfði sér þriggja leikja bann eftir ákæruna en hann hefur ákveðið að áfrýja.

Ekki hefur fengist staðfest hvort að það þýði að enska knattspyrnusambandið fresti því að fara yfir málið en Chelsea mætir Manchester City í toppslag á laugardag. Costa getur spilað þann leik ef enska sambandið dæmir ekki í málinu á morgun.

Enska knattspyrnusambandið gæti mögulega bætt einum leik við leikbannið ef hún telur að áfrýjunin eigi ekki rétt á sér.

Menn hjá Chelsea eru hins vegar ósáttir með ákæruna á Costa en Jose Mourinho hefur meðal annars ákveðið að aflýsa vikulegum fréttamannafundi sínum sem átti að vera dagskrá á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner