Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. janúar 2015 21:37
Daníel Freyr Jónsson
Fótbolta.net mótið: Markaveisla hjá Njarðvík og Aftureldingu
Njarðvíkingar jöfnuðu í blálokin.
Njarðvíkingar jöfnuðu í blálokin.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvík 4 - 4 Afturelding
0-1 Gunnar Wigelund ('10)
0-2 Gunnar Wigelund ('22, vítaspyrna)
1-2 Brynjar Freyr Garðarson ('32)
2-2 Brynjar Freyr Garðarson ('42)
2-3 Sigurpáll Melberg Pálsson ('80)
2-4 Kristófer Örn Jónsson ('85)
3-4 Theodór Guðni Halldórsson ('86)
4-4 Sjálfsmark ('90+2)

Njarðvík og Afturelding deildu með sér stigunum í miklum markaleik í B-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld. Lokatölur urðu 4-4 þar sem liðin skiptust á að skora.

Gunnar Wigelund og Brynjar Freyr Garðarson gerðu báðir tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir sín lið og var staðan 2-2 í hálfleik.

Mikil dramatík var síðustu mínúturnar en Afturelding komst í 4-2 undir lok leiks. Njarðvík gafst ekki upp og jafnaði eftir sjálfsmark í viðbótartíma.

Njarðvík spilar annað hvort um 3 eða 5. sætið á mótinu en Afturelding spilar um 7. sætið. Það ræðst eftir leik Gróttu og Víkings á laugardag um hvaða sæti Njarðvík spilar.
Athugasemdir
banner
banner
banner