Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. janúar 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Arsenal framlengir til 2016
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, fyrirliði Arsenal, er búinn að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár samkvæmt umboðsmanni hans.

Arteta, sem er spænskur 32 ára gamall miðjumaður, hefur aðeins spilað sjö leiki á tímabilinu vegna meiðsla.

Arteta verður frá í rúmlega tvo mánuði í viðbót vegna ökklameiðsla og ætti því að ná lokaspretti tímabilsins.

,,Mikel er ekki lengur laus á frjálsri sölu í júní því hann var að bæta ári við samninginn hjá Arsenal," sagði Inaki Ibanez, umboðsmaður miðjumannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner