fim 29. janúar 2015 18:26
Elvar Geir Magnússon
Ginola dregur forsetaframboð sitt til baka
Ginola í golfi.
Ginola í golfi.
Mynd: Getty Images
Frakkinn David Ginola hefur dregið framboð sitt til forseta FIFA til baka en þetta var tilkynnt í dag.

Ekki er lengur tekið við styrkjum á heimasíðu framboðsins og allir styrkir sem höfðu borist verða endurgreiddir.

Ginola sótti um í samstarf við veðmálafyrirtæki en til að geta farið í framboð þurfti hann stuðning frá fimm knattspyrnusamböndum. Þann stuðning tókst honum ekki að fá.

Hinn umdeildi Sepp Blatter er ríkjandi forseti FIFA en hann sækist eftir endurkjöri.
Athugasemdir
banner
banner