Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. janúar 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Markavélin Destro velur milli Milan og Roma í dag
Destro á að laga sóknarvandamál Milan.
Destro á að laga sóknarvandamál Milan.
Mynd: Getty Images
Milan og Roma hafa komist að samkomulagi um félagsskipti sóknarmannsins Mattia Destro.

Destro kemur frá Roma til AC Milan sem hefur gengið herfilega í deildinni á tímabilinu.

Milan er í neðri hluta deildarinnar, 10 stigum frá meistaradeildarsæti, á meðan Roma er í öðru sæti, sjö stigum frá toppliði Juventus.

,,Milan og Roma eru búin að skrifa undir alla pappíra á lánssamning með kaupákvæði í sumar, leikmaðurinn tekur ákvörðun í fyrramálið," sagði Adriano Galliani, varaforseti Milan, í gærkvöldi.

Galliani heimsótti Destro til að sannfæra hann um félagsskiptin en Destro er 23 ára gamall og skorar að meðaltali í öðrum hverjum deildarleik með Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner