Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. janúar 2015 09:27
Magnús Már Einarsson
Valerenga vill kaupa Elías Má
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Valerenga vill kaupa Elías Má Ómarsson frá Keflavík en þetta staðfesti Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Það hafa verið viðræður í gangi," sagði Þorsteinn við Fótbolta.net.

Elías Már fór til Valerenga á reynslu í október og norska félagið vill fá hann í sínar raðir. Fleiri erlend félög hafa einnig áhuga.

,,Við erum að skoða hvað við gerum. Það er ekkert í hendi ennþá. Það er mikill áhugi á stráknum frá erlendum liðum og það eru fleiri lið sem hafa haft samband."

Elías Már er fæddur árið 1995 en hann lék á dögunum sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd þegar hann spilaði í vináttuleikjunum gegn Kanada.
Athugasemdir
banner
banner
banner