Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. janúar 2015 14:12
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Vals 
Vesna Elísa Smiljkovic í Val (Staðfest)
Vesna Smiljkovic.
Vesna Smiljkovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Vesna Elísa Smiljkovic hefur gengið til liðs við Val en hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Vesna kom til Íslands árið 2005 og hefur leikið með Keflavík, Þór/KA og nú síðast ÍBV.

,,Koma Vesnu Elísu er gríðarlegur fengur fyrir kvennalið Vals sem sýnir þann vilja og metnað innan knattspyrnunnar að koma kvennaliði félagsins aftur í toppbaráttuna," segir á heimasíðu Vals.

Vesna skoraði níu mörk í 18 leikjum með ÍBV á síðasta tímabili en hún hefur samtals skorað 71 mark í 177 leikjum á Íslandi.

,,"Valur er félag með sterka og langa hefð, því er ég stolt að verða hluti af félaginu," sagði Vesna sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra.

,,Valur var með besta félagslið landsins í kvennaknattspyrnunni í mörg ár og ég er mjög ánægð með að stjórnin og þjálfarar vilji koma liðinu aftur í fremstu röð."

,,Ég þekki nokkra leikmenn félagsins, ekki alla, en vona að hópurinn verði góð blanda af ungum leikmönnum sem og eldri með reynslu. Mínar vonir og væntingar eru miklar og ég hlakka til að koma liðið og hitta alla bráðlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner