Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. janúar 2015 12:31
Elvar Geir Magnússon
Vill Bale aðstoð Íslendings með umboðsmálin?
Líklegt er talið að Bale hafi farið mannavillt.
Líklegt er talið að Bale hafi farið mannavillt.
Mynd: Samsett
Umboðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson fékk nýjan fylgjanda á Instagram í gær en um er að ræða stórstjörnuna Gareth Bale, leikmann Real Madrid.

„Hvort er líklegra að Bale sé að adda mér til að fá aðstoð með umboðsmálin eða til að rugla í fyrrum liðsfélaga sínum hjá Tottenham ??" skrifar umboðsmaðurinn Gylfi á Instagram.

Líklegast verður að teljast að Bale sé að ruglast á honum og alnafna hans sem spilar með Swansea.

Algengt er að fólk bæti við umboðsmanninum Gylfa á Twitter og aðrar samskiptasíður og finnur hann fyrir auknum fylgjendafjölda þegar íslenski landsliðsmaðurinn er í sviðsljósinu.

„Blaðamenn voru að tékka á mér — það hringdu nokkrir. Einn hélt líka að ég væri pabbi hans.“ sagði umboðsmaðurinn við Nútímann um það þegar Gylfi fór til Tottenham á sínum tíma.

Sjá einnig:
Gylfi Sigurðsson til Total Football
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner