sun 29. mars 2015 09:35
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Aron Einar og Eiður Smári draga sig úr landsliðshópnum
Icelandair
Aron Einar er farinn heim til Englands.
Aron Einar er farinn heim til Englands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins og Eiður Smári Guðjohnsen sem var besti leikmaður liðsins í 0 - 3 sigri á Kasakstan í gær hafa dregið sig út úr hópnum.

Liðið hélt í morgun til Frankfurt þar sem það mun gista eina nótt áður en flogið verður áfram til Tallinn ar sem spilaður verður vináttulandsleikur við Eistland á þriðjudagskvöldið.

Aron Einar varð pabbi í vikunni á meðan hann var með landsliðinu í Kasakstan og fær nú að halda til sín heima og hitta son sinn í fyrsta sinn.

Eiður Smári fer í svipuðum erindagjörðum því eiginkona hans ber barn hans undir belti og á von á sér á næstunni. Það verður þeirra fjórða barn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner