Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 29. mars 2015 12:50
Arnar Geir Halldórsson
Bale telur sig ekki þurfa að sanna neitt
Ferskur
Ferskur
Mynd: Getty Images
Gareth Bale var á skotskónum í gær þegar Wales lagði Ísrael í undankeppni EM. Bale skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-0 sigri.

Þessi dýrasti leikmaður sögunnar hefur mátt þola gagnrýni fyrir spilamennsku sína með Real Madrid í vetur en Bale hefur ekki þótt sýna nógu mikið eftir gott tímabil í fyrra.

,,Ég þarf ekki að svara gagnrýnisröddum. Ég veit og allir í kringum mig vita hvað ég get. Það gengur upp og niður í fótboltanum en það eina sem þú getur gert er að svara fyrir þig á vellinum, eins og ég gerði í dag", sagði Bale eftir leikinn í gær.

,,Mér finnst ég ekki þurfa að sanna mig fyrir neinum. Ég þarf bara að spila minn leik".

,,Ég elska að spila fyrir Wales. Það er mikill heiður og það mikilvægasta fyrir mig er að einbeita mér að mínum leik. Ég hlusta ekki á það sem aðrir eru að segja. Ég nýt þess bara að spila fótbolta með strákunum",
sagði Walesverjinn geðþekki.

Bale og félagar eru á toppi B-riðils og eiga góðan möguleika á að komast í lokakeppni EM í Frakklandi 2016 en það yrði í fyrsta skipti í sögunni sem Wales tækist það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner