Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. mars 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Jón Rúnar: FH er orðið atvinnumannafélag
Jón Rúnar Halldórsson.
Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að félagið sé komið á þann stall að hægt sé að kalla það atvinnumanna félag.

FH-ingar hafa styrkt sig vel í vetur en í ár verður liðið í Evrópukeppni tólfta árið í röð.

„Við erum komnir á þann stað að við erum orðnir atvinnumannafélag, þannig laga séð og við þurfum að hafa góða leikmenn og góða þjálfara. Við þurfum að bæta við umgjörðina og það er það sem við höfum verið að gera," sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í fréttum Stöðvar 2 í gær.

FH-ingar stefna á að gera ennþá betri hluti í Evrópukeppnum en hingað til en góður árangur þar getur gefið háar fjárhæðir.

„Það er mikilvægt að vera í því sæti sem gefur Evrópusæti. Við erum að fara í Evrópukeppni tólfta árið í röð og við höfum fundið lyktina af þessum réttum sem þar eru í boði. Við ætlum að fara nær réttunum."
Athugasemdir
banner
banner