sun 29. mars 2015 17:17
Alexander Freyr Tamimi
Myndband: Jafnt í skemmtilegum góðgerðarleik Gerrard
Þrjár Liverpool goðsagnir og Charlie Adam.
Þrjár Liverpool goðsagnir og Charlie Adam.
Mynd: Getty Images
Niðurstaðan var 2-2 jafntefli í góðgerðarleik sem haldinn var til heiðurs Steven Gerrard á Anfield í dag.

Þeir Gerrard og Jamie Carragher völdu sitt hvort liðið sem mættust á Anfield, en nokkrir af bestu leikmönnum liðsins undanfarin ár sneru aftur á sinn gamla heimavöll.

Xabi Alonso, Luis Garcia, Drik Kuyt og Pepe Reina voru allir mættir aftur á Anfield ásamt framherjunum Luis Suarez og Fernando Torres. Þeir tveir síðarnefndu byrjuðu báðir á bekknum en spiluðu saman frammi í seinni hálfleik - má segja að ákveðinn draumur stuðningsmanna Liverpool hafi þarna ræst.

Lið Jamie Carragher komst í 2-0 með mörkum frá Mario Balotelli og Didier Drogba, en Steven Gerrard jafnaði metin fyrir sitt lið með tveimur vítaspyrnum.

Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum, en goðsagnir á borð við Thierry Henry voru einnig á meðal leikmanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner