Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. mars 2015 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Myndband: Spartak Moskva bjargaði 102 ára stuðningsmanni
Otto Fisher tók gleði sína á ný.
Otto Fisher tók gleði sína á ný.
Mynd: Netið
Russia Today sagði í dag fallega sögu af því hvernig rússneska knattspyrnufélagið Spartak Moskva hjálpaði sínum elsta stuðningsmanni.

Hinn 102 ára gamli Otto Fisher var rændur á dögunum af manni sem þóttist starfa hjá hinu opinbera og tapaði hann öllum sparnaði sínum.

Sögur af þessu leiðinlega atviki rötuðu til Spartak Moskvu sem safnaði yfir milljón fyrir manninn, og þá mun hluti af miðasölutekjum næsta heimaleiks renna til hans.

Hér að neðan má sjá skemmtilega frétt um þetta mál.


Athugasemdir
banner
banner