Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. mars 2015 17:30
Alexander Freyr Tamimi
Stoichkov: Van Gaal er viðbjóðsleg manneskja
Stoichkov ber enga virðingu fyrir Van Gaal.
Stoichkov ber enga virðingu fyrir Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Hristo Stoichkov, fyrrum leikmaður Barcelona og búlgarska landsliðsins, er ekki vanur því að liggja á skoðunum sínum.

Stoichkov þótti vera einn besti framherji heims á miðjum níunda áratugnum og spilaði tvisvar með Barcelona - fyrst í fimm ár frá árinu 1990 og svo í tvö ár eftir eitt tímabil með Parma.

Síðasta tímabil sitt lék Stoichkov undir stjórn Louis van Gaal, núverandi stjóra Manchester United. Hann ber Hollendingnum alls ekki vel söguna og hefur greinilega ekki fyrirgefið honum gamlar syndir.

,,Ég ber enga virðingu fyrir honum, hann er viðbjóðsleg manneskja," sagði Stoichkov við Sport.

,,Einn daginn, þegar ég var meiddur, þá var ég með konunni minni á Nývangi og Van Gaal kom til hennar. Hann spurði hana hvernig í ósköpunum hún hefði endað á að giftast einhverjum eins og mér. Hún svaraði því að ég hefði unnið Gullknöttinn."

,,Það að ég fór frá félaginu árið 1998 var klárlega Van Gaal að kenna, ekki spurning."

Athugasemdir
banner