Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   þri 29. mars 2016 20:23
Hafliði Breiðfjörð
skrifar frá Aþenu.
Arnór Ingvi: Reyni að nýta mínar mínútur
Borgun
Arnór Ingvi  skorar í kvöld.
Arnór Ingvi skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt annað mark í tveimur leikjum þegar Ísland vann 3-2 sigur gegn Grikklandi í vináttuleik í kvöld.

Arnór Ingvi hefur litið virkilega vel út í landsleikjunum sem spilaðir hafa verið frá því að undankeppni EM 2016 lauk og gerir hann sterkt tilkall til farseðils til Frakklands.

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

„Það kom sigurleikur núna, við náðum að klára þetta þarna í lokin. Mér fannst þetta spilast ágætlega, þeir skapa ekki rosalega mikið en uppskera samt tvö mörk. Það voru nokkur mistök sem við gerðum aftarlega á vellinum sem kosta okkur þetta en við náum að vinna okkur til baka, sem er mjög sterkt," sagði Arnór Ingvi við Fótbolta.net í Grikklandi að leik loknum.

Arnór Ingvi segist hafa sett sér það markmið að nýta mínúturnar sem hann fékk og að flestra mati gerði hann það og gott betur.

„Ég reyni að nýta mínar mínútur eins vel og ég get, ég reyni að leggja mig 100 prósent fram en svo get ég ekki gert meira," segir Arnór Ingvi sem telur EM-sætið þó alls ekki öruggt.

„Ég er ekki svo viss, það eru svo margir góðir leikmenn að maður verður bara að halda áfram að standa sig. Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu, fyrir markið hefði ég getað sett hann en setti hann yfir markið, en ég náði að bæta það upp þarna tveimur mínútum seinna. Það var ákveðið en það eru þessar 45 mínútur sem ég fékk og ég reyndi að gera mitt besta þessar 45 mínútur, mér fannst ég hafa staðið mig ágætlega."
Athugasemdir