Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 29. mars 2016 19:27
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Aþenu
Einkunnir Íslands gegn Grikklandi - Gylfi bestur
Icelandair
Borgun
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Borgun
Jói Berg með fyrirgjöf.
Jói Berg með fyrirgjöf.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann kærkominn 3-2 sigur á Grikklandi í vináttuleik í Aþenu í kvöld eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik.

Grikkir leiddu 2-1 en fjórföld skipting í hálfleik hjálpaði til við að snúa taflinu við. Varamaðurinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem kom inn á í hálfleik.

Hér er einkunnagjöf Fótbolta.net, beint frá Aþenu.



Ögmundur Kristinsson 5 (´46)
Fékk á sig tvö mörk á 45 mínútum en hafði lítið að gera þess fyrir utan.

Birkir Már Sævarsson 6
Duglegur að hjálpa til sóknarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Hjörtur Hermannsson 7
Smá óöruggur í byrjun en óx síðan ásmeginn.

Sverrir Ingi Ingason 7
Gerði stór mistök í öðru markinu. Hengdi ekki haus heldur hélt áfram, var grimmur í vörninni og jafnaði með frábærum skalla.

Ari Freyr Skúlason 6
Fékk heilt landsvæði til að nýta sér sóknarlega. Hefði mátt nýta sér það aðeins betur. Flottur varnarlega.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Besti maður Íslands í upphafi leiks. Dró af honum eftir því sem á leið.

Aron Einar Gunnarsson 7 (´46)
Talsvert betri en gegn Dönum. Gekk betur að dreifa boltanum.

Emil Hallfreðsson 5 (´46)
Óheppinn að skora ekki snemma leiks þegar hann skaut í slána úr aukaspyrnu og átti ágætis spretti. Fékk á sig mjög klaufalega vítaspyrnu með óþarfa tæklingu. Dýrkeypt mistök sem lækka einkunnina.

Arnór Ingvi Traustason 8 (´46)
Skoraði í öðrum leiknum í röð. Hefði vel getað skorað annað mark undir lok fyrri hálfleiks þegar þrumuskot endaði í slánni. Bókaði farseðilinn á EM með frammistöðunni í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson 5
Fann sig ekki í leiknum. Vinnusamur að venju en ekki nógu ógnandi fyrir framan markið. Fékk eitt algjört dauðafæri til að skora en hitti ekki boltann.

Viðar Örn Kjartansson (´61) 5
Ekki ósvipuð saga og hjá Jóni Daða. Reyndi en fór illa með þau hálffæri sem hann fékk.

Varamenn:

Hannes Þór Halldórsson 7 (´46)
Fyrsti landsleikur hans síðan í október. Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Birkir Bjarnason 7 (´46)
Í nýrri stöðu á miðjunni með Gylfa. Komst vel frá sínu.

Gylfi Þór Sigurðsson 8 (´46) - Maður leiksins
Stjórnaði umferðinni í seinni hálfleiknum og lagði upp tvö mörk með frábærum spyrnum.

Theodór Elmar Bjarnason 7 (´46)
Barðist eins og ljón allan tímann. Fyrst á vinstri kantinum og svo í hægri bakverðinum á lokamínútunum.

Kolbeinn Sigþórsson 7 (´46)
Skoraði sigurmarkið með glæsilegum skalla.

Alfreð Finnbogason ('82)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner