„Þetta var smá basl í byrjun en það var frábært fyrir sjálfstraust liðsins að komast aftur á sigurbraut," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net eftir 3-2 sigurinn á Grikkjum í kvöld.
„Maður fann það allan tímann að við erum með betra lið. Við fórum inn í síðari hálfleikinn að pressa þá meira og það gekk upp. Við skorum þrjú mörk og vinnum leikinn."
„Maður fann það allan tímann að við erum með betra lið. Við fórum inn í síðari hálfleikinn að pressa þá meira og það gekk upp. Við skorum þrjú mörk og vinnum leikinn."
Lestu um leikinn: Grikkland 2 - 3 Ísland
Jón Daði byrjaði frammi í kvöld með félaga sínum frá Selfossi, Viðari Erni Kjartanssyni.
„Það var ótrúlega gaman að spila með honum. Við höfum ekki gert það síðan 2012 á Selfossi."
Jón Daði fékk dauðafæri til að skora í síðari hálfleiknum en hann hitti boltann ekki eftir að Theodór Elmar Bjarnason átti fyrirgjöf.
„Þetta var hræðilega lélegt. Ég hafði miklu meiri tíma en ég hélt og ætlaði að leggja hann í hornið. Ég hitti hann svo ekki. Stundum á maður svona daga, þar sem maður nær ekki að setja boltann í netið. Maður þarf að gleyma því bara og koma sterkari til baka."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir