Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
   þri 29. mars 2016 20:50
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Aþenu
Jón Daði: Ætlaði að leggja hann í hornið
Borgun
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var smá basl í byrjun en það var frábært fyrir sjálfstraust liðsins að komast aftur á sigurbraut," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net eftir 3-2 sigurinn á Grikkjum í kvöld.

„Maður fann það allan tímann að við erum með betra lið. Við fórum inn í síðari hálfleikinn að pressa þá meira og það gekk upp. Við skorum þrjú mörk og vinnum leikinn."

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

Jón Daði byrjaði frammi í kvöld með félaga sínum frá Selfossi, Viðari Erni Kjartanssyni.

„Það var ótrúlega gaman að spila með honum. Við höfum ekki gert það síðan 2012 á Selfossi."

Jón Daði fékk dauðafæri til að skora í síðari hálfleiknum en hann hitti boltann ekki eftir að Theodór Elmar Bjarnason átti fyrirgjöf.

„Þetta var hræðilega lélegt. Ég hafði miklu meiri tíma en ég hélt og ætlaði að leggja hann í hornið. Ég hitti hann svo ekki. Stundum á maður svona daga, þar sem maður nær ekki að setja boltann í netið. Maður þarf að gleyma því bara og koma sterkari til baka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner