mið 29. mars 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes hrósar Pogba - „Hann er hugrakkur ungur leikmaður"
Pogba hefur þurft að hlusta á mikla gagnrýni.
Pogba hefur þurft að hlusta á mikla gagnrýni.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba hefur þurft að sætta sig við mikla gagnrýni eftir að hafa gengið til liðs við Manchester United síðasta sumar. Hann varð dýrasti leikmaður fótboltasögunnar þegar United borgaði 89 milljónir punda til þess að fá hann frá Juventus.

Nú hefur Paul Scholes, fyrrum leikmaður Man Utd, komið Pogba til varnar. Hann segir að Pogba sé alls ekki að eiga slæmt tímabil.

„Ég tel að Pogba hafi gert vel," sagði Scholes, sem lék allan sinn feril hjá rauðu djöflunum, við Omnisport.

„Ég veit að hann hefur verið gagnrýndur, en miðað við það sem ég hef séð þá er hann hugrakkur ungur leikmaður."

„Hann er alltaf tilbúinn að taka boltann. Hann er alltaf að reyna eitthvað - hann reynir sendingar og hann reynir skot. Ég tel að hann hafi átt gott fyrsta tímabil eftir að hafa komið aftur til Englands."

Pogba er þessa stundina að glíma við meiðsli, en hann mun að öllum líkindum ekki spila gegn West Brom á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner