Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 29. mars 2017 15:44
Magnús Már Einarsson
Freysi: Þurfum að takast á við það ef fólk vill að okkur gangi illa
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Hollandi og Slóvakíu í vináttuleikjum í apríl. Fimm breytingar eru á hópnum frá því á æfingamótinu í Algarve en fjórar af þeim breytingum eru vegna meiðsla.

Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu til að mynda báðar krossbönd á Algarve. Dóra María verður frá út árið en Sandra María sleit fremra krossband og gæti því ennþá náð EM í sumar.

„Að slíta tvo krossbönd í sama leiknum er eitthvað sem maður hefur aldrei séð en það er búið og er núna í baksýnisspeglinum," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

3-4-3 ekki á leið niður í skúffu
Á mótinu á Algarve prófaði Freyr að stilla upp í 3-4-3. Stefnir hann einnig á að gera það gegn Hollandi og Slóvakíu?

„Ég ætla að nýta æfingarnar í það og prófa mögulega að brjóta upp leik. Þá byrjum við í okkar kerfi og skiptum í miðjum leik. Við höfum ekki gert það. Ég er mjög hrifinn af frammistöðu okkar í þessu kerfi og leikmannahópurinn hentar vel í það. Ég er ekki að fara að setja það niður í skúffu, það verður áfram með okkur."

Íslenska liðið hefur saknað Hörpu Þorsteinsdóttur sem eignaðist strák í síðasta mánuði. Harpa stefnir á að hefja æfingar á ný í vor og möguleiki er á að hún fari með á EM í sumar.

„Ég ætla að sjá hana taka einn leik og eina æfingaviku fyrir í einu. Þetta snýst um að leyfa mómentinu að koma aftur til hennar. Hún veit hvað mér finnst um hana og hvað ég vil frá henni. Núna ætlum við að leyfa þessu að koma til hennar," sagði Freyr.

„Alltaf einhverjir sem vona að öðrum gangi illa"
Freyr sagði í viðtali í Akraborginni á dögunum að það væru einstaklingar sem vildu sjá hann og liðinu ganga illa. Hvað meinti hann með þeim ummælum?

„Ég man ekki alveg samhengið í viðtalinu en það er þannig í öllum samfélögum að það eru alltaf einhverjir sem vona að öðrum gangi illa. Það er sama hvort það er kvennalandsliðið, karlalandsliðið, stjórnmál eða hvað sem er. Það eru alltaf einhverjir sem vilja að öðrum gangi illa, því miður er samfélagið sett saman þannig."

„Við erum engin undantekning á því. Ég og leikmennirnir þurfum að vita það og við þurfum alltaf að vera á tánum. Ef fólk vill að okkur gangi illa þá þurfum við að takast á við það. Það þýðir ekki að láta það koma manni á óvart. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa þér high five alls staðar og það er hollt af vita af því. Þú verður að vera á tánum. Ég er búinn að lesa mjög mikið upp á síðkastið og var kannski undir áhrifum þess þegar þetta datt út úr mér,"
sagði Freyr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner