Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. mars 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvartar til FIFA - Segir að sér hafi verið hótað með byssu
Mynd: Getty Images
Clifton Miheso, landsliðsmaður Kenía, hefur lagt fram kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann segist hafa verið neyddur til þess að rifta samningi sínum við Golden Arrows í Suður-Afríku; á hann hafi verið miðuð byssa.

Miheso segir að atvikið hafi átt sér stað þann 14. janúar síðastliðinn á skrifstofu félagsins í Durban.

Þessi 24 ára gamli leikmaður sækist eftir því að félagið verði dæmt í félagsskiptabann og þá segist hann eiga inni 22 þúsund pund í laun.

Golden Arrows hefur neitað allri sök að málinu og hefur félagið neitað að tjá sig um það.

Miheso á 14 landsleiki að baki fyrir Kenía, en í þeim hefur hann skorað fimm mörk.

Smelltu hér til að hlusta á viðtal sem BBC tók við Miheso
Athugasemdir
banner
banner
banner