Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 29. mars 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes: Lyon er eina liðið sem getur unnið Man Utd
Scholes er bjartsýnn fyrir hönd Man Utd.
Scholes er bjartsýnn fyrir hönd Man Utd.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes býst ekki við því að það verði sérstaklega erfitt fyrir Manchester United að vinna Evrópudeildina í ár.

United mun mæta Anderlecht í 8-liða úrslitum keppninnar, en Scholes telur að aðeins eitt af þeim liðum sem eftir er geti stöðvað Man Utd í leið sinni að sigri.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir þá," sagði Scholes, en hann lék allan sinn leikmannaferil með Man Utd.

„Þeir eru augljóslega stærsta liðið sem eftir er í keppninni. Þeir eru líklegastir til að vinna og það réttilega."

„Ef þeir spila eins og þeir geta gert, þá eiga þeir góðan möguleika á sigri. Ég held að Lyon geti líka unnið," sagði Scholes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner