Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 29. mars 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham gæti spilað á White Hart Lane á næsta tímabili
White Hart Lane, heimavöllur Tottenham.
White Hart Lane, heimavöllur Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tottenham gæti haldið áfram að spila á White Hart Lane á næsta tímabili, en þetta segir Daniel Levy, formaður félagsins.

Tottenham er að byggja nýjan glæsilegan leikvang við hliðina á núverandi heimavelli sínum og búist var við því að liðið myndi spila á Wembley á næsta tímabili, á meðan verkefnið væri klárað.

Levy vill fá það alveg á hreint hvort nýji leikvangurinn verði klár fyrir 2018/19 tímabilið, en Tottenham hefur fram á föstudag til að staðfesta Wembley sem heimavöll sinn á næsta tímabili. Tottenham er búið að fá leyfi til að leika alla heimaleiki sína á næsta tímabili á þjóðarleikvanginum í Lundúnum.

„Þó allir séu spenntir að fá að vita hvort þetta verði síðasta tímabil okkar á White Hart Lane, þá munum við aðeins taka ákvörðun um að taka sögufræga heimavöll okkar úr notkun þegar við vitum meira um afhendingu á nýja vellinum," sagði Levy.

Ef Tottenham spilar á White Hart Lane á næsta tímabili, þá munu þeir líklega spila á Wembley tímabilið 2018/19 áður en þeir flytja svo á nýja völlinn, sem tekur 61.000 manns í sæti, fyrir tímabilið 2019/20.
Athugasemdir
banner
banner