Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 29. apríl 2013 14:58
Magnús Már Einarsson
Enskur markvörður í Keflavík (Staðfest)
Preece í leik árið 1999.
Preece í leik árið 1999.
Mynd: Getty Images
Keflvíkingar hafa samið við enska markvörðinn David Preece en þetta kemur fram á Vísi.is.

Preecer er 36 ára gamall en hann ólst upp hjá Sunderland. Preece hefur einnig leikið með Darlington, Aberdeen, Silkeborg, OB og Barnsley á löngum ferli sínum en síðast lék hann með Lincoln City í ensku utandeildinni.

Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, hefur verið meira og minna frá keppni vegna meiðsla í vetur en hann er þó klár í slaginn fyrir leikinn gegn FH í fyrstu umferð Pepsi-deildairnnar á sunnudag.

Preece og Ómar munu því keppast um markvarðarstöðuna hjá Keflvíkingum í sumar.

Árni Freyr Ásgeirsson varði mark Keflavíkur í Lengjubikarnum en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner