Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 29. apríl 2015 11:20
Magnús Már Einarsson
Varnarlína Everton skorar meira en sóknarlína Liverpool
Vonir Liverpool um Meistaradeildarsæti eru nánast úr sögunni eftir 1-0 tap gegn Hull í gærkvöldi.

Framlína Liverpool hefur valdið miklum vonbrigðum á tímbilinu og margir vilja meina að þar liggi hundurinn grafinn.


Daniel Sturridge, Mario Balotelli, Rickie Lambert og Fabio Borini hafa samtals skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Á sama tíma hefur varnarlína Everton skorað níu mörk en um er að ræða þá Leighton Baines, Seamus Coleman, Phil Jagielka og John Stones.

Til samanburðar skoruðu Luis Suarez og Daniel Sturridge samanlagt 52 mörk í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner