Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. apríl 2016 13:32
Arnar Daði Arnarsson
Gauti Gautason í Þór (Staðfest)
Mynd: Páll Jóhannesson - Thorsport.is
Varnarmaðurinn, Gauti Gautason hefur ákveðið að ganga til liðs við Þór frá KA. Við greindum frá því í gær að hann hafi náð samkomulagi við KA um að rifta samningi sínum við uppeldisfélagið.

Gauti sem skrifaði undir þriggja ára samning við Þór er tvítugur varnarmaður sem á að baki 21 leik með KA í 1. deildinni.

Þá á Gauti 15 landsleiki að baki með yngri landsliðum þ.e. 7 með U17 og 8 með U19.

Gauti varð fyrir því óláni að brjóta bein í rist í maí á síðasta ári og missti því að mestu af síðasta leiktímabili. Gauti er hins vegar klár í slaginn í ár.

„„Gauti er gríðarlega flottur leikmaður sem gefur okkur aukinn styrk í varnarlínuna. Hann passar frábærlega inní það sem við leggjum upp með hér hjá Þór . Við væntum mikils af honum i sumar," sagði Donni, þjálfari Þórs eftir undirskriftina.

Þórsarar heimsækja Leikni R. í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar, laugardaginn 7.maí.


Athugasemdir
banner
banner