Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 29. apríl 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig: Gary Martin ekki sá eini sem er spenntur
Helgi Sigurðsson við hliðarlínuna.
Helgi Sigurðsson við hliðarlínuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson aðstoðarþjálfari Víkings R. er eins og aðrir í Fossvoginum bjartsýnn fyrir komandi tímabili. Víkingar heimsækja KR-inga

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu móti. Við teljum okkur vera mjög gott lið og ekki ástæða til annars en að búast við góðu sumri frá Víkingi," segir Helgi.

KR vann Víkinga í úrslitaleik Lengjubikarsins á dögunum. Voru þjálfararnir ekki með í huganum í þeim leik að þessi lið myndu mætast í fyrstu umferð?

„Bæði og. Það er mikil samkeppni um sæti í Víkingsliðinu. Við teljum okkur vera með góðan hóp og mikil barátta um sæti í liðinu. Það hefur gengið mjög vel í vetur."

„Við vitum að KR er með hörkugott lið. Fólk býst örugglega við því að KR vinni okkur í fyrsta leik á heimavelli. Við erum klárir í slaginn og höfum sýnt það í vetur að við getum vel unnið þá," segir Helgi.

Allra augu munu beinast að Gary Martin sem yfirgaf KR og gekk í raðir Víkings í sumar. Helgi segir að Gary gæti ekki verið spenntari fyrir leiknum en það eigi við um fleiri.

„Það á við um alla leikmenn Víkings," segir Helgi en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar:

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner