fös 29. apríl 2016 09:06
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær framherja á láni frá Derby (Staðfest)
Charles Vernam í leik með unglingaliði Derby.
Charles Vernam í leik með unglingaliði Derby.
Mynd: Getty Images
ÍBV hefur fengið Charles Vernam á láni frá enska félaginu Derby County. Charles er 20 ára en han getur spilað sem framherji og framliggjandi miðjumaður.

Charles hefur verið á mála hjá Derby County frá árinu 2012 og hefur að undanförnu leikið með U21 árs liði félagsins sem er í harðri toppbaráttu í efstu deild U21 árs liða á Englandi.

Charles mun leika með ÍBV næstu 2-3 mánuði og mun fá leikheimild á næstu dögum.

Eyjamenn hafa verið að leita logandi ljósi að framherja þar sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson er frá keppni og veður líklega ekki klár í slaginn fyrr en í júní. Charles er nú kominn til félagsins til að hjálpa til með sóknarleikinn.

„Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, taki vel á móti leikmanninum og hann muni upplifa sanna Eyjastemmingu á leikjum ÍBV. Knattspyrnuráð ÍBV býður Charles velkominn á Eyjuna fögru og væntir mikils af honum. ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar," segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.

ÍBV mætir ÍA í fyrstu umferðinni í Pepsi-deildinni klukkan 17:00 á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner