fös 29. apríl 2016 14:48
Magnús Már Einarsson
Kerr kominn með leikheimild með Stjörnunni
Duwayne Kerr.
Duwayne Kerr.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Duwayne Kerr er kominn með leikheimild með Stjörnunni. Kerr samdi við Stjörnuna í byrjun mánaðarins en mikil bið hefur verið eftir að hann fái leikheimild.

Leikheimildin er núna komin í höfn og Kerr er því löglegur fyrir leikinn gegn Stjörnunni í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á mánudag.

Kerr er 1,95 á hæð og kemur til Stjörnunnar frá Noregi þar sem hann hefur spilað síðustu fimm árin en síðast var hann hjá Sarpsburg 08 í norsku úrvalsdeildinni.

„Ég hef séð hann spila tvisvar. Ég sá hann í bikarúrslitaleik gegn Rosenborg í fyrra. Ég fékk mjög góðar heimildir um þennan mann, bæði hvernig hann er sem karakter og er innan vallar og utan. Þetta er frábær markvörður sem valinn var leikmaður ársins í Sarpsborg í fyrra. Hann er öflugur í teignum og við bindum miklar vonir við hann," segir Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner