Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. apríl 2016 13:34
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Pochettino framlengir hjá Tottenham (Staðfest)
Pochettino fer ekki frá Tottenham.
Pochettino fer ekki frá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár eða til ársins 2021.

Argentínumaðurinn hefur gert góða hluti með liðið sem er núna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði verið orðaður við Manchester United og Paris St-Germain í Frakklandi.

„Þetta var auðveld ákvörðun þegar maður er orðinn ástfanginn af fólkinu og möguleikar félagsins eru svo miklir. Afhverju ætti ég að skipta?" sagði hann.

Pochettino er 44 ára gamall og kom til Tottenham í maí árið 2014 eftir að hafa yfirgefið Southampton.

Tottenham á enn smá möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 1961 en þá þyrfti allt að falla með þeim því Leicester dugir sigur á Manchester United um helgina til að klára dæmið.

Liðið er altént nánast komið með Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn síðan árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner