Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. apríl 2016 20:23
Arnar Geir Halldórsson
Þýskaland: Alfreð og félögum tókst ekki að skora gegn tíu leikmönnum Kölnar
Alfreð ekki á skotskónum í kvöld
Alfreð ekki á skotskónum í kvöld
Mynd: Getty Images
Augsburg 0 - 0 Köln
Rautt spjald:Mathias Lehmann, Cologne ('57)

Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason lék allan leikinn í fremstu víglínu Augsburg þegar liðið fékk Köln í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar í þýsku Bundesligunni.

Matthias Lehmann var rekinn af velli snemma í síðari hálfleik og léku Alfreð og félagar því manni fleiri í rúman hálftíma. Þeim tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Augsburg situr nú í 12.sæti Bundesligunnar og er sex stigum frá fallsvæðinu en öll liðin, nema Augsburg og Köln, eiga þrjá leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner