fös 29. apríl 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Bayern getur tryggt titilinn
Alfreð í beinni í kvöld
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason hefur verið í miklu stuði með Augsburg undanfarnar vikur og verður væntanlega í byrjunarliðinu er Köln kemur í heimsókn í kvöld. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Alfreð og félagar voru í mikilli fallhættu en eru búnir að vinna þrjá leiki í röð og komnir fimm stigum frá fallsvæðinu þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld svo gott sem tryggir öruggt sæti, en gestirnir frá Köln verða ekki auðveldir. Þeir eru búnir að vinna tvo í röð og eru fimm stigum frá evrópudeildarsæti.

Borussia Dortmund tekur á móti Wolfsburg á Bravó á laugardaginn á sama tíma og topplið Bayern München tekur á móti Borussia Mönchengladbach. Bayern tryggir sér Þýskalandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð með sigri á morgun.

Evrópubaráttan er gríðarlega spennandi rétt eins og fallbaráttan, en fjögur efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeildina og næstu þrjú þar á eftir veita þátttökurétt í Evrópudeildina. Þá eru aðeins sjö stig sem skilja sjö af neðstu liðum deildarinnar að og því svakaleg fallbarátta framundan, þar sem lið á borð við Stuttgart og Werder Bremen eru í mikilli hættu.

Werder Bremen og Stuttgart mætast í gríðarlega mikilvægum leik á mánudaginn, en Aron Jóhannsson verður ekki með Bremen enda frá út tímabilið vegna meiðsla.

Föstudagur:
18:30 Augsburg - Köln (Stöð 2 Sport)

Laugardagur:
13:30 Dortmund - Wolfsburg (Bravó)
13:30 FC Bayern - M'Gladbach
13:30 Darmstadt - Frankfurt
13:30 Hannover - Schalke
13:30 Hoffenheim - Ingolstadt
13:30 Mainz - Hamburger
16:30 Leverkusen - Hertha Berlin

Mánudagur:
18:15 Werder Bremen - Stuttgart
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner