Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 29. apríl 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Getur vel verið að miðjumaður fari í vörnina
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hver verður við hlið Damir Muminovic í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar gegn KA á mánudaginn.

Elfar Freyr Helgason er á láni hjá Horsens en hann er mögulega á heimleið. Viktor Örn Margeirsson átti að fylla skarð Elfars en hann hefur verið meiddur.

„Við erum í smá basli með Viktor. Hann er rétt að byrja að æfa og hefur æft nokkrar æfingar. Hann hefur ekki mikið verið að spila og það verður að koma í ljós hvernig við stillum upp liðinu á mánudag," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks en hvaða aðra kosti hefur hann í vörninni?

„Við erum með unga stráka en mótið kemur kannski full snemma fyrir þá. Þetta eru mjög efnilegir strákar. Við erum með mikið safn af góðum miðjumönnum. Það getur vel verið að einhver af þeim fari í vörnina. Það verður bara að koma í ljós."

Leikurinn gegn KA hefst klukkan 17:00 á Kópavogsvelli á mánudag.

„KA er með frábært lið. Ég held að það skipti ekki máli á hverjum þú byrjar. Þetta eru allt erfiðir leikir. Við förum allt í fyrstu leikina í smá óvissu. Menn eru að fóta sig á grasi og svoleiðis. Það lið sem leggur sig meira fram og hlutirnir falla fyrir, það sækir stig í fyrstu umferðunum," sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner