Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 29. apríl 2017 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Smára skoraði í stórsigri - Sif hafði betur gegn Önnu
Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby.
Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir í leik með landsliðinu.
Sif Atladóttir í leik með landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Danmörk
Rúnar Alex Rúnarsson, sem hefur verið að banka á landsliðsdyrnar, stóð í markinu hjá Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hann náði ekki að koma í veg fyrir þrjú mörk gegn Midtjylland, en leikurinn endaði með 3-1 sigri Midtjylland.

Rúnar Alex hefur eignað sér stöðu markvarðar hjá Nordsjælland, sem er í fimmta sæti í efra umspilinu í Danmörku. Þeir eru þremur stigum frá Evrópusæti sem yrði frábær árangur.

Svíþjóð
Íslendingalið Hammarby fór létt með Eskilstuna í úrvalsdeild karla í Svíþjóð í dag. Með Hammarby leika fjórir Íslendingar.

Ögmundur Kristinsson var í markinu, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason var á meðal fremstu manna og viti menn, Arnór Smárason var á skotskónum. Hann skoraði síðasta markið í 4-0 sigri.

Í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð var Íslendingaslagur á boðstólnum. Sif Atladóttir og samherjar hennar í Kristianstad lögðu Önnu Björk Kristjánsdóttur og hennar liðsfélaga í Lim­hamm Bun­keflo 07.

Sif og Anna spiluðu báðar allan leikinn fyrir sitt lið enda lykilmenn. Bunkeflo hefur skorað eitt mark í efstu deild hingað til og það var auðvitað Anna sem skoraði það mark.

Leikurinn endaði með 3-0 sigri, en þetta var fyrsti sigur Kristianstad sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttir. Limhamm Bunkeflo er enn án stiga eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner