Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. apríl 2017 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bikarinn: Fylkir skoraði sjö - Þórsarar áfram
Fylkismenn fóru auðveldlega áfram.
Fylkismenn fóru auðveldlega áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Andri Júlíusson skoraði fyrir Kára.
Andri Júlíusson skoraði fyrir Kára.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Nokkrum leikjum var að ljúka í Borgunarbikar karla. Önnur umferð er í gangi, en í hádeginu fengum við óvænt úrslit af Reykjanesinu. Víðir Garði kláraði þá Keflavík í vítaspyrnukeppni.

Það var kannski ekki sérstaklega mikið um óvænt úrslit í þessum leikjum sem voru að ljúka núna.

Fylkir fór léttilega áfram, 7-0 sigur gegn Vatnaliljum staðreynd. Fylkir spilar í Inkasso-deildinni í sumar, en það verður að sjá hversu langt þeir geta farið í bikarnum.

Þór, sem leikur einnig í Inkasso-deildinni, hafði betur gegn Tindastóli og Kári sigraði Augnablik, 3-0. Margir leikmenn með reynslu úr Pepsi-deildinni léku í þeim leik.

Ægir hafði svo betur gegn Álftanesi og Árborg sigraði Hamar eftir vítaspyrnukeppni. Þar fóru þrjú rauð spjöld á loft.

Árborg 0 - 0 Hamar (4 - 3 eftir vítakeppni)
Rautt spjald: Daníel Ingi Birgisson, Árborg ('75 ), Sigurður Andri Jóhannsson, Hamar ('105 ), Hrannar Einarsson, Hamar ('120)

Tindastóll 1 - 2 Þór
0-1 Orri Freyr Hjaltalín
0-2 Jóhann Helgi Hannesson
1-2 Hólmar Daði Skúlason

Álftanes 0 - 2 Ægir
0-1 Gunnar Bent Helgason ('7 )
0-2 Gunnar Orri Guðmundsson ('90 )

Kári 3 - 0 Augnablik
1-0 Guðlaugur Þór Brandsson ('85 )
2-0 Andri Júlíusson ('87 )
3-0 Guðlaugur Þór Brandsson ('90 )
Rautt spjald: Hjörvar Hermannsson, Augnablik ('66 )

Fylkir 7 - 0 Vatnaliljur
1-0 Andrés Már Jóhannesson
2-0 Albert Brynjar Ingason
3-0 Sjálfsmark
4-0 Oddur Ingi Guðmundsson
5-0 Elís Rafn Björnsson
6-0 Oddur Ingi Guðmundsson
7-0 Valdimar Þór Ingimundarson

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner