Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. apríl 2017 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Crystal Palace og Burnley: Jóhann Berg á bekknum
Jóhann Berg er á bekknum hjá Burnley í dag.
Jóhann Berg er á bekknum hjá Burnley í dag.
Mynd: Getty Images
Það er áhugaverður leikur í ensku úrvalsdeildinni að hefjast kl. 16:30. Crystal Palace fær Burnley í heimsókn, en þessi lið eru ekki ennþá örugg með sæti sitt og því mikið undir.

Crystal Palace er í 15. sæti, sjö stigum frá fallsæti og Burnley er í sætinu fyrir neðan með tveimur stigum minna.

Þetta er lokaleikur dagsins. Mamadou Sakho er ekki með Palace í dag eftir að hafa meiðst gegn Tottenham í vikunni. Ólíklegt er að Sakho spili meira á tímabilinu og það er skarð fyrir skyldi.

Burnley er án Joey Barton sem var í vikunni settur í 18 mánaða bann fyrir veðmál og þá er Jóhann Berg Guðmundsson á bekknum. Hann er einn að jafna sig af meiðslum.

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Ward, Delaney, Kelly, Van Aanholt, Milvojevic, Puncheon, McArthur, Zaha, Townsend, Benteke.
(Varamenn: Speroni, Schlupp, Flamini, Lee, Sako, Remy, Campbell)

Byrjunarlið Burnley: Heaton; Lowton, Keane, Tarkowski, Ward; Boyd, Westwood, Hendrick, Arfield; Vokes, Barnes.
(Varamenn: Flanagan, Defour, Jóhann Berg, Gray, Brady, Long, Pope)





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner