Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. apríl 2017 19:10
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Championship: Bristol City sigraði topplið Brighton
Bristol City tryggði sæti sitt í ensku Championship deildinni með sigrinum.
Leikmenn Bristol City fagna.
Leikmenn Bristol City fagna.
Mynd: Getty Images
Brighton 0 - 1 Bristol City
0-1 Josh Brownhill ('43 )

Lokaleikur dagsins í ensku Championship deildinni var viðureign Brighton og Bristol City.

Þar leit aðeins eitt mark dagsins ljós en það var Josh Brownhill sem skoraði sigurmarkið fyrir Bristol undir lok fyrri hálfleiks.

Brighton sem er öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili er en í baráttu við Newcastle um hvort liðið vinni ensku Championship deildina.

Bristol City tryggði sæti sitt í ensku Championship deildinni með sigrinum. Hörður Björgvin kom ekkert við sögu í lið Bristol í dag.

Lokaumferð ensku Championship deildarinnar fer fram 7. maí, það er nú þegar ljóst hvað lið fara upp í úrvalsdeildina og hvaða lið fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.

Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið vinnur deildina og hvaða lið fellur, Rotherham United og Wigan er nú þegar fallin en þrjú lið eru enn fallhættu fyrir lokaumferðina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner