Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. apríl 2017 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Leeds missti af umspilssæti
Leeds fer ekki í úrvalsdeildina.
Leeds fer ekki í úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Redknapp og hans menn unnu.
Redknapp og hans menn unnu.
Mynd: Getty Images
Jón Daði kom inn á sem varamaður.
Jón Daði kom inn á sem varamaður.
Mynd: Getty Images
Það er ljóst hvaða lið fara upp, hvaða lið fara í umspil og hvaða lið falla (fyrir utan eitt) í Championship-deildinni, næst-efstu deild Englands. Nokkrum leikjum var að ljúka fyrir stuttu.

Stærstu fréttir dagsins eru þær að Leeds, sem hefur í umspilsbaráttu stærstan hluta tímabils, missti af umspilssæti.

Leeds mætti Norwich og lenti 3-1 undir. Leeds kom til baka og náði að jafna 3-3, en það var ekki nóg. Þeir þurftu eitt mark í viðbót til þess að halda sér í baráttunni, en það kom ekki.

Leeds fer því ekki lengra í ár, þeir lenda í sjöunda sæti. Þau lið sem fara í umspil eru Sheffield Wednesday, Huddersfield, Reading og Fulham, sem gerði jafntefli í dag. Ragnar Sigurðsson var ekki í hóp.

Jón Daði Böðvarsson spilaði síðustu mínúturnar hjá Wolves í tapi gegn Derby, en Wolves endar um miðja deild.

Rotherham og Wigan eru farin niður og það er spurninga hvaða lið fer með þeim, Blackburn, Nottingham Forest eða Birmingham. Harry Redknapp og hans menn í Birmingham unnu í dag.

Barnsley 1 - 1 Burton Albion
1-0 George Moncur ('38 )
1-1 Luke Varney ('52 )

Birmingham 2 - 0 Huddersfield
0-0 Lucas Jutkiewicz ('8 , Misnotað víti)
1-0 Jonathan Grounds ('41 )
2-0 Gary Gardner ('76 , víti)
Rautt spjald: Che Adams, Birmingham ('23)

Blackburn 1 - 0 Aston Villa
1-0 Danny Graham ('54 )

Derby County 3 - 1 Wolves
1-0 David Nugent ('12 )
2-0 Bradley Johnson ('29 )
2-1 Ben Marshall ('45 )
3-1 Craig Bryson ('57 )
Rautt spjald: Ivan Cavaleiro, Wolves ('33)

Fulham 1 - 1 Brentford
1-0 Tom Cairney ('8 )
1-1 Nicholas Yennaris ('34 )

Ipswich Town 0 - 1 Sheffield Wed
0-1 Kieran Lee ('77 )

Leeds 3 - 3 Norwich
0-1 Steven Naismith ('28 )
0-2 Nelson Oliveira ('34 )
1-2 Chris Wood ('45 )
1-3 Nelson Oliveira ('45 )
2-3 Kyle Bartley ('49 )
3-3 Pablo Hernandez ('78 )
Rautt spjald: Steven Naismith, Norwich ('89)

Preston NE 1 - 1 Rotherham
0-1 Richard Smallwood ('9 )
1-1 Stevie May ('41 )

QPR 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Conor Washington ('49 )
2-0 Joel Lynch ('60 )

Reading 1 - 0 Wigan
1-0 Yann Kermorgant ('6 )

Leikur Brighton og Bristol City hefst kl. 16:30. Hörður Björgvin Magnússon er á bekknum hjá Bristol City.

Sjáðu töfluna hér að neðan, hún gæti tekið tíma í að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner