Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 29. apríl 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Ég get ekki spáð í framtíðina með kristalkúlu
Er Hazard á förum?
Er Hazard á förum?
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segist ekki geta ábyrgst það að Eden Hazard verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Þessi 26 ára gamli belgíski kantmaður hefur verið í fantaformi á tímabilinu, skorað 15 mörk og hjálpað Chelsea að berjast um titilinn.

Hazard er sagður efstur á óskalista Real Madrid fyrir sumarið og Conte segir að allt geti gerst, Hazard geti endað í Madríd. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist, en sögur segja að Real sé tilbúið að brjóta múrinn og borga heimsmetsfé fyrir Hazard.

„Ég tel að það sé ómögulegt fyrir mig að taka þess ábyrgð," sagði Conte þegar hann var spurður að því hvort að hann gæti ábyrgst það að Hazard yrði áfram á næsta tímabili.

Í þessari stöðu, þá tekur félagið lokaákvörðun. Ég get sagt mína skoðun, en félagið tekur lokaákvörðunina og það er rétt."

„Ég held ekki að þessi hugmynd (að selja Hazard) sé í anda félagsins, vegna þess að við verðum að bæta liðið, styrkja liðið."

„Ég held líka að Eden sé mjög ánægður hjá Chelsea. Ég get sagt þetta, en ég hef ekki kristalkúlu sem ég get spáð í framtíðina með."

„Allt er mögulegt í fótbolta, ekki bara fyrir Eden, heldur fyrir alla leikmenn," sagði Conte að lokum.

Hazard hefur verið besti maður Chelsea á leiktíðinni. Chelsea er í baráttu um Englandsmeistaratitilinn og liðið er einnig komið í bikarúrslit eftir vonbrigðartímabil á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner