Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. apríl 2017 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sunderland niður í Championship (Staðfest)
Lærisveinar David Moyes eru fallnir.
Lærisveinar David Moyes eru fallnir.
Mynd: Getty Images
Sunderland er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Þetta varð ljóst eftir þá leiki sem voru að klárast nú fyrir stuttu. Sunderland fékk Bournemouth í heimsókn og enn eitt tapið var niðurstaðan.

Tímabilið hefur alls ekki farið með David Moyes og hans mönnum í Sunderland. Þeir komust aldrei í gang og það var frekar snemma ljóst að þeir voru á leiðinni niður í Championship-deildina.

Í dag var niðurstaðan 1-0 tap, en sigurmarkið gerði Joshua King, sem hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið, á 88. mínútu. Svekkjandi úrslit fyrir Sunderland, en jafntefli hefði ekki breytt miklu.

Jamie Vardy tryggði Leicester 1-0 sigur og Englandsmeistararanir eru ekki að fara niður, það er eiginlega alveg ljóst.

Það voru svo tvö markalaus jafntefli. Southampton fékk tækifæri til að vinna Hull, en Dusan Tadic klúðraði vítaspyrnu undir lokin. Stoke og West Ham gerðu einnig markalaust jafntefli.

Southampton 0 - 0 Hull City
0-0 Dusan Tadic ('90 , Misnotað víti)

Stoke City 0 - 0 West Ham

Sunderland 0 - 1 Bournemouth
0-1 Joshua King ('88 )

West Brom 0 - 1 Leicester City
0-1 Jamie Vardy ('43 )

Leikur Crystal Palace og Burnley hefst kl. 16:30.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið einhvern tíma fyrir hana að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner