Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. apríl 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kom Zabaleta ekki á óvart að Fellaini skyldi skalla Aguero
Fellaini fékk heimskulegt rautt spjald.
Fellaini fékk heimskulegt rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Pablo Zabaleta, bakvörður Manchester City, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að sjá Marouane Fellaini skalla Sergio Aguero.

Fellaini var rekinn af velli í markalausu jafntefli Man Utd og Man City á fimmtudag eftir að hafa skallað Sergio Aguero, sóknarmann City. Fellaini hafði fengið spjald nokkrum sekúndum áður.

„Stundum skipta þessir hlutir sköpum. Það var dálítið skrýtið að sjá viðbrögð Fellaini gegn Aguero eftir að hafa verið spjaldaður 20 sekúndum áður," sagði Zabaleta.

„En þar sem þetta kom frá Fellaini, þá ertu ekki mjög hissa," sagði Argentíski bakvörðurinn enn fremur.

Fellaini hefur áður komist í fréttirnar fyrir umdeild atvik. Skallinn á Aguero er nýjasta dæmið, en á síðasta tímabili gaf hann Robert Huth, varnarmanni Leicester, fast olnbogaskot. Hann fór eftir það í þriggja leikja bann, en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki grófur.
Athugasemdir
banner
banner