Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. apríl 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Breiðabliks og KA
Mánudagur klukkan 17
Gísli Eyjólfsson leikur líklega í miðverði.
Gísli Eyjólfsson leikur líklega í miðverði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason kom frá ÍBV.
Aron Bjarnason kom frá ÍBV.
Mynd: Breiðablik
Hinn ungi og spennandi Ásgeir Sigurgeirsson.
Hinn ungi og spennandi Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik mun leika gegn nýliðum KA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á mánudaginn 1. maí. Leikurinn verður klukkan 17:00 á Kópavogsvelli.

Blikar eru fáliðaðir í varnarlínunni og segir sagan að Arnar Grétarsson búi sig undir að spila miðjumanninum Gísla Eyjólfssyni við hlið Damir Muminovic í hjarta varnarinnar. Viktor Örn Margeirsson er ekki í leikæfingu eftir meiðsli.

Breiðablik fékk til sín þrjá nýja leikmenn í fremstu víglínu fyrir tímabilið og Fótbolti.net spáir því að þeir byrji allir. Höskuldur Gunnlaugsson þyrfti þá að að sætta sig við bekkinn.



Hjá KA eru Archie Nkumu og Davíð Rúnar Bjarnason meiddir og því ekki í líklegu byrjunarliði.

Akureyringar eru loks mættir aftur í deild þeirra bestu og mæta væntanlega vel peppaðir til leiks í Kópavoginum.



Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner