Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 29. apríl 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Líkleg byrjunarlið Stjörnunnar og Grindavíkur
Mánudagur klukkan 19:15
Rodrigo Gomes Mateo er tæpur fyrir fyrsta leik.
Rodrigo Gomes Mateo er tæpur fyrir fyrsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson fyrirliði Stjörnunnar.
Baldur Sigurðsson fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Guðjón Baldvinsson byrjar líklega á kantinum.
Guðjón Baldvinsson byrjar líklega á kantinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Stjarnan mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 19:15 á mánudagskvöld. Grindvíkingar leika þar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðan árið 2012.



Grindvíkingar hafa verið að glíma við talsverð meiðsli á undirbúningstímabilinu en það horfir allt til betri vegar.

Rodrigo Gomes Mateo er þó tæpur í vörn Grindvíkinga. Matthías Örn Friðriksson gæti tekið stöðu hans ef Rodrigo nær ekki leiknum. Marinó Axel Helgason hefur spilað talsvert í vængbakverði en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Ef hann spilar þá gæti Gunnar Þorsteinsson farið í hjarta varnarinnar.

Andri Rúnar Bjarnason og Will Daniels mynda líklega framlínuna en Magnús Björgvinsson gæti þó tekið stöðu þess síðarnefnda.



Stjarnan prófaði þriggja manna vörn á undirbúningstímabilinu en liðið hefur farið aftur í fjögurra manna vörn núna í apríl og líklegt er að niðurstaðan verði 4-3-3 eins og í fyrra.

Brynjar Gauti Guðjónsson og Óttar Bjarni Guðmundsson hafa verið að berjast um sæti í hjarta varnarinnar. Líklegt er að Brynjar byrji þar líkt og í fyrra.

Framherjarnir Guðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson hafa báðir spilað mikið í vetur. Líklegt er að annar þeirra byrji á kanti í 4-3-3 og það verði þá Guðjón. Arnar Már Björgvinsson kemur líka til greina í stöðurnar á kantinum.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner