Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. apríl 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Vals og Víkings Ó.
Sunnudagur klukkan 19:15
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Einar Karl Ingvarsson.
Einar Karl Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hörður Ingi kom til Ólsara frá FH.
Hörður Ingi kom til Ólsara frá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Már er meiddur.
Þorsteinn Már er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn taka á móti Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni á sunnudagskvöld. Val er spáð öðru sæti af Fótbolta.net en Ólsurum því neðsta.

Valur hefur mikla breidd á miðsvæðinu en þar verður Einar Karl Ingvarsson væntanlega í byrjunarliðinu. Hann hefur fengið stórt hlutverk í vetur og staðið sig vel.

Kristinn Ingi Halldórsson hefur verið að spila í fremstu víglínu með Sigurð Egil Lárusson og Dion Acoff á köntunum. Dion býr yfir gríðarlegum hraða en hann kom frá Þrótti í vetur.

Nikolaj Köhlert, Guðjón Pétur Lýðsson og Sindri Björnsson eru meðal leikmanna á bekknum.



Ólsarar fengu tvo spænska leikmenn í gær og við setjum þá báða í líklegt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Val.

Gunnlaugur Hlynur Birgisson sem kemur frá Breiðabliki gerir einnig sterkt tilkall í byrjunarliðið. Auk þess gætu Mirza Muicic og Emir Dokara verið í vörninni.

Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Ólsarar, er meiddur og missir af byrjun móts.



Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner