lau 29. apríl 2017 09:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vill Joe Hart í stað De Gea
Powerade
Spilar Hart í rauðum búningi á næsta tímabili?
Spilar Hart í rauðum búningi á næsta tímabili?
Mynd: Getty Images
Lovren fær vel borgað.
Lovren fær vel borgað.
Mynd: Getty Images
Van Dijk verður eftirsóttur í sumar. Hann vill spila fyrir Guardiola.
Van Dijk verður eftirsóttur í sumar. Hann vill spila fyrir Guardiola.
Mynd: Getty Images
Það er komið að helstu slúðurmolum dagsins á þessum flotta laugardegi. Það styttist í sumarið og fróðlegt að sjá hvað liðin eru að hugsa í því samhengi.



Sóknarmaðurinn Diego Costa (28) sást hitta ofurumboðsmanninn Jorge Mendes og hóp viðskiptamanna á veitingastað í Knightsbridge. Costa hefur verið orðaður við brottför til Kína þar sem peningarnir tala. (Sun)

Barcelona hefur rætt við Paris Saint-Germain um möguleg kaup á miðjumanninum Marco Verratti (24). Chelsea hefur líka áhuga. (Mundo Deportivo)

Cesc Fabregas (29) er á óskalista AC Milan, en ítölsku risarnir ætla að gera allt til þess að næla í spænska miðjumanninn. (Corriere dello Sport)

Þeir hjá Chelsea eru fullvissir um það að Eden Hazard (26) verði áfram á Stamford Bridge, en sagan segir að Real Madrid ætli að bjóða heimsmetsfé í leikmanninn. (Guardian)

West Ham hefur varað Chelsea við því að Michail Antonio (27) sé ekki til sölu. West Ham ætlar að tvöfalda laun hans svo hann verði örugglega áfram. (Daily Mirror)

Robert Pires segir að Arsenal muni kaupa hinn umtalaða Kylian Mbappe (18) frá Mónakó. (Bwin)

Nýr samningur Dejan Lovren gerir hann að fimma best launaða varnarmanni ensku úrvalsdeildarinnar, á eftir David Luiz (Chelsea), Nicholas Otamendi og Vincent Kompany (Man City) og John Terry (líka Chelsea). (Daily Mirror)

Atletico Madrid ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að hindra það að varnarleikmaðurinn Theo Hernandez (19), sem er nú í láni hjá Alaves, fari til Real Madrid. Hernandez hefur einnig verið orðaður við Liverpool. (Don Balon)

Daniel Sturridge (27), sóknarmaður Liverpool, er mögulegt skotmark fyrir Slaven Bilic, stjóra West Ham. (Daily Telegraph)

Arsene Wenger hefur greint frá því að Arsenal hafi sent njósnara til að fylgjast með Dele Alli (21) mörgum sinnum áður en Tottenham, erkifjendur Arsenal, keyptu hann frá MK Dons. (Daily Mirror)

Manchester United hefur gert Antoine Griezmann (26), sóknarmann Atletico, og Romelu Lukaku (23), sóknarmann Everton, að þeim tveimur sóknarmönnum sem þeir vilja helst fá í sumar. (Daily Express)

Markvörðurinn David de Gea (26) færist nær Real Madrid. Hann stefnir á að yfirgefa Manchester United í sumar. (Marca)

United segir að de Gea hafi ekki beðið um að yfirgefa félagið. (Daily Telegraph)

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, ætlar að gera mjög óvænt með að fá markvörðinn Joe Hart frá nágrönnunum í Manchester City (30), en hann er þessa stundina í láni hjá Torino. (Marca)

Hart er opinn fyrir því að leysa de Gea af á Old Trafford. (Independent)

Jordan Torunarigha (19), varnarmaður Hertha Berlín, segir að draumur sinn sé að spila fyrir Manchester United. (Bild)

Pep Guardiola er í lykilstöðu að kaupa Virgil van dijk (25), en hollenski varnarmaðurinn er mjög spenntur fyrir því að vinna með Guardiola hjá Man City. (Manchester Evening News)

David Moyes, stjóri Sunderland, mun skoða framtíð sína eftir tímabilið. (Daily Express)

West Brom er að íhuga tilboð í varnarmanninn öfluga Ben Gibson (24), hjá Middlesbrough. Það gæti þá reynst erfitt fyrir félagið að borga þær 30 milljónir punda sem Middlesbrough vill fá fyrir hann. (Daily Telegraph)

Tomas Kalas (23), varnarmaður Chelsea, vill vera áfram á láni hjá Fulham, jafnvel þó liðið komist ekki upp í ensku úrvalsdeildina. (LES)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner