Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. apríl 2017 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marco Silva: Mjög mikilvægt stig fyrir okkur
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: Getty Images
Hull er í harðri baráttu um öruggt sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru að berjast við Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans í Swansea, en liðið tók stig á útivelli gegn Southampton í dag.

Dusan Tadic hefði getað tryggt sigur Southampton undir lokin, en klikkaði á vítapunktinum. Hull er þremur stigum á undan Swansea, sem á leik til góða, gegn Man Utd á morgun.

„Þetta er mjög mikilvægt stig fyrir okkur," sagði Marco Silva, knattspyrnustjóri Hull City, eftir jafnteflið í dag.

„Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði mjög erfitt fyrir okkur, en frammistaða okkar var mjög góð, fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður," sagði Portúgalinn.

„Við stjórnuðum leiknum, héldum boltanum vel og fengum góð færi," sagði hann að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner