lau 29. apríl 2017 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill viðbúnaður fyrir undanúrslitin í Madríd
Það mynduðust læti í stúkunni þegar Real Madrid mætti Bayern München þann 18. apríl.
Það mynduðust læti í stúkunni þegar Real Madrid mætti Bayern München þann 18. apríl.
Mynd: Getty Images
Fleiri en 2000 öryggisfulltrúar verða á vakt þegar nágrannarnir í Real Madrid og Atletico Madrid mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Leikurinn verður á heimavelli Real, Santiago Bernabeu, á þriðjudaginn og mikill viðbúnaður er fyrir leikinn.

UEFA hefur fyrirskipað strengri öryggisgæslu á Evrópuleikjum eftir að sprengjuárás var gerð á liðsrútu Borussia Dortmund fyrir fyrri leik liðsins í 8-liða úrslitum Meistardeildarinnar gegn Mónakó.

Um 4000 stuðningsmenn Atletico munu mæta á 80.000 manna heimavöll Real Madrid. Þar gætu orðið læti, en venjan er sú á Spáni að aðeins nokkur hundruð stuðningsmenn ferðast með gestaliði.

Það verða fleiri öryggisfulltrúar á leiknum á þriðjudag en á síðasta heimaleik Real sem var gegn Bayern. Þá voru læti í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner