lau 29. apríl 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Það vantaði hamingju þegar ég tók við
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho segir að hamingjuna, traustið trúna hafi vantað hjá Manchester United þegar Louis van Gaal var stjóri liðsins. Nú sé þetta allt komið aftur þegar hann er við stjórn.

Mourinho tók við United fyrir tímabilið og árangurinn hefur verið góður. Liðið er í baráttu um Meistaradeildarsæti og liðið er í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Celta er andstæðingurinn.

„Ég tók við flottum hópi," sagði Mourinho. „Gott fólk, góðir strákar, staðráðið fólk. Ég tel að Hr. van Gaal hafi skilið eftir sig góðan hóp af strákum með góð sambönd sín á milli og ég fékk það í hendurnar."

„Ég held að þá hafi vantað hamingju, þeim vantaði traust, þeim vantaði trú. Þeim vantaði þetta auka, en þeir hafa það núna."

„Þannig að 9. júlí næstkomandi, þegar við hittumst fyrir næsta tímabil, þá er þetta sterkari hópur," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner