Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. apríl 2017 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes: Ég vil hjálpa Sunderland að komast aftur upp
Moyes á hliðarlínunni í dag.
Moyes á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög vonsvikinn. Ég finn til með stuðningsmönnunum. Þeir settu hjarta sitt og pening í liðið og hugur minn er með þeim," sagði David Moyes, stjóri Sunderland, eftir tap gegn Bournemouth. Tapið þýðir það að Sunderland fellur úr ensku úrvalsdeildinni.

„Þessi leikur spilaðist eins og tímabilið hjá okkur. Við spiluðum stóran hluta leiksins vel. Við fengum fjögur eða fimm góð tækifæri og vorum að gera vel," sagði Moyes.

„Við erum allir vonsviknir, en ég finn meira til með stuðningsmönnum. Við tökum allir ábyrgð á þessu."

Sunderland hefur verið í fallsæti næstum allt tímabilið. Liðið er núna fallið þegar það á fjóra leiki eftir og stuðningsmenn eru brjálaðir.

Hvað gerist næst? Verður Moyes áfram? Hann er ekki viss.

„Við erum vonsviknir með það hvernig við spiluðum á tímabilinu. VIð munum gera allt sem við getum til að koma aftur."

„Það er of snemmt að segja til um það. Við munum hugsa um það í næstu viku eða eftir tvær vikur," sagði Moyes aðspurður að því hvort hann myndi halda áfram í starfinu. „Ég vil hjálpa Sunderland að komast aftur upp í úrvalsdeild," sagði hann líka.

Það verður áhugavert að sjá hvort Moyes verði áfram, hvort hann haldi lykilmönnum eða hvort hann hreinsi til. Það verður svo líka fróðlegt að sjá hvort Sunderland fari beint upp aftur.



Athugasemdir
banner
banner
banner