Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 29. apríl 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: KR það lið sem þarf að óttast mest
Ólafur Jóhannesson ræðir málin.
Ólafur Jóhannesson ræðir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Valsmönnum 2. sæti í Pepsi-deildinni í ár. Ólafur Jóhannesson telur að KR sé það lið sem helst þurfi að óttast í titilbaráttunni, meira en FH.

„Hlutirnir hafa gengið fínt upp hjá okkur. Okkur hefur oft gengið vel á þessum árstíma og við erum bjartsýnir fyrir mótið. Ég tel að við séum ekki lakari en þessi lið sem menn telja bestu liðin. Ég tel að við séum samkeppnisfærir um að berjast um að vinna þetta mót," sagði Ólafur í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

„Mér finnst KR vera best mannaða liðið í dag. Ég tel að KR sé það lið sem þurfi að óttast mest."

Pepsi-deildin fer af stað á morgun en Valsmenn eiga leik gegn Víkingi Ólafsvík annað kvöld. KR-ingar hefja leik gegn Víkingi Reykjavík á mánudag.

sunnudagur 30. apríl
17:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 ÍA-FH (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur Ó. (Valsvöllur)

mánudagur 1. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner